Meginmál

Stýrivextir Seðlabanka Íslands óbreyttir

ATH: Þessi grein er frá 6. nóvember 2008 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að breyta ekki stýrivöxtum bankans nú. Þeir verða áfram 18%.

Greining bankans á stöðu og horfum í efnahagsmálum mun birtast í Peningamálum á heimasíðu bankans í dag um kl. 11.

Sem kunnugt er mótast stefnan í efnahagsmálum á næstunni í samvinnu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Búist er við að endanleg ákvörðun liggi brátt fyrir og að aðgerðaráætlun birtist í kjölfarið. Bankastjórn Seðlabankans mun greina frá stefnunni í peningamálum í framhaldi þess.

Nr. 44/2008

6. nóvember 2008