Næstkomandi þriðjudag, 11. nóvember, verður haldin málstofa í fundarsal Seðlabanka Íslands, Sölvhóli, um efnið: „Jafnvaxtalausn á þjóðhagslíkani Seðlabankans (QMM) og langtíma jafnvægisgildi á lykilstærðum í hagkerfinu.“
Málshefjandi er Dr. Ásgeir Daníelsson, hagfræðingur á hagfræðisviði Seðlabanka Íslands. Málstofan hefst kl. 15:00.
Ágrip:
Á málstofunni verður fjallað um þær vísbendingar um skilyrði jafnvaxtar (balanced growth) og þar með sjálfbærni í íslenska hagkerfinu sem leiða má út frá þjóðhagslíkani Seðlabankans (QMM). Reynt er að meta gildi á lykilstærðum í hagkerfinu einsog raungengi, raunvöxtum, hlutfalli fjármagns og framleiðslu og launahlutfalli sem samrýmast jöfnum sjálfbærum vexti. Þessi gildi eru borin saman við söguleg gögn.