Meginmál

Norrænir seðlabankar framlengja gjaldmiðlaskiptasamninga

ATH: Þessi grein er frá 20. nóvember 2008 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Seðlabankar Íslands, Svíþjóðar, Noregs og Danmerkur hafa ákveðið að framlengja gildandi gjaldeyrisskiptasamninga til loka árs 2009.

Samningarnir voru upphaflega gerðir 16. maí sl. Hver samningur um sig veitir Seðlabanka Íslands aðgang að allt að 500 milljónum evra gegn íslenskum krónum eða samtals 1.500 milljónum evra.

Fréttatilkynningar frá þeim seðlabönkum sem hlut eiga að máli er að finna á heimasíðum þeirra:

Nr. 45/2008

20. nóvember 2008