Meginmál

Skýrslur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um Ísland 2008

ATH: Þessi grein er frá 8. desember 2008 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Skýrslur um Ísland voru birtar á heimasíðu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (www.imf.org) í dag. Um er að ræða reglubundna skýrslu um stöðu og horfur í efnahagsmálum (e. Staff Report for the 2008 Article IV Consultation) og skýrslu er fjallar um fjármálastöðugleika (e. Financial System Stability Assessment – Update).

Skýrslurnar voru gerðar eftir heimsókn sérfræðinga sjóðsins hingað til lands dagana 16. júní – 4. júlí, 2008 sl. (sjá frétt Seðlabanka Íslands nr. 24/2008 frá 04. júlí 2008). Á heimasíðu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur einnig verið birt frétt hans um skýrslurnar og um umræður sem fram fóru um þær í framkvæmdastjórn sjóðsins 10. september sl.

Skýrslurnar má nálgast hér:

Um stöðu og horfur í efnahagsmálum:

Um fjármálastöðugleika: