Meginmál

Ákvörðun bankaráðs um laun bankastjóra Seðlabanka Íslands

ATH: Þessi grein er frá 30. desember 2008 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Með vísan til breytingar á lögum nr. 47/2006 um kjararáð og til úrskurðar kjararáðs frá 27. desember sl. hefur bankaráð Seðlabanka Íslands samþykkt að laun bankastjóra eins og þau voru ákveðin frá 31. maí 2007 skuli lækka um 15% frá 1. janúar 2009. Ákvörðun þessi gildir til loka árs 2009. Eftir ákvörðunina verða laun bankastjóra kr. 1.198.105 og formanns bankastjórnar kr. 1.293.953.

Nánari upplýsingar veitir Halldór Blöndal formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands.

Nr. 52/2008

30. desember 2008