Í dag birtist á heimasíðu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins skýrsla um stöðu efnahagsáætlunar Ríkisstjórnar Íslands. Umsögnin er liður í þeirri lánafyrirgreiðslu sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn veitti íslenskum stjórnvöldum 19. nóvember sl.
Stöðuskýrslan var samin eftir heimsókn sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins dagana 15. – 19. desember sl. Tilgangur heimsóknarinnar var að meta stöðu og horfur í efnahagsmálum. Sendinefndin átti fundi með stjórnvöldum, þingmönnum og ýmsum hagsmunaaðilum.
Skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins bæði á íslensku og ensku má nálgast hér. Forsætisráðuneytið hefur einnig birt frétt um birtingu skýrslunnar og má nálgast hana hér.
Frétt forsætisráðuneytis um stöðuskýrslu AGS: