Sendinefnd frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum undir forystu Mark Flanagan lauk í dag rúmlega tveggja vikna heimsókn sinni til Íslands. Tilgangur heimsóknarinnar var að eiga viðræður við íslensk stjórnvöld um fyrstu endurskoðun efnahagsáætlunar stjórnvalda sem gerð var í tengslum við þá lánafyrirgreiðslu sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn veitti íslenskum stjórnvöldum 19. nóvember sl. Sendinefndin átti gagnlega fundi með stjórnvöldum, þingmönnum og ýmsum hagsmunaaðilum.
Einnig má finna fréttatilkynningu forsætisráðuneytisins um sama efni á heimasíðu þeirra.