Meginmál

Málstofa um verðákvarðanir fyrirtækja

ATH: Þessi grein er frá 19. maí 2009 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Málstofa verður haldin þriðjudaginn 19. maí kl. 15:00 í fundarsal Seðlabankans, Sölvhóli.

Málshefjendur eru: Karen Á. Vignisdóttir og Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræðingar á hagfræðisviði Seðlabanka Íslands.

Erindi þeirra ber heitið: „Verðákvarðanir fyrirtækja á tímum mikillar verðbólgu og gengissveiflna.“

Ágrip:

Á málstofunni verða kynntar niðurstöður könnunar á verðlagsákvörðunum íslenskra fyrirtækja. Skilningur á því hvernig fyrirtæki ákvarða verð skiptir miklu máli þar sem verðmyndun gegnir lykilhlutverki í haglíkönum, verðbólguþróun og miðlunarferli peningastefnunnar. Á undanförnum áratug hafa seðlabankar víða um heim lagt mikla vinnu í að rannsaka verðlagningu fyrirtækja til að bæta spágerð og styðja við stefnumótun í peningamálum. Verðlagning íslenskra fyrirtækja er sérstaklega áhugaverð í ljósi krefjandi aðstæðna í efnahagsmálum og mikilla áhrifa gengissveiflna á verðmyndun. Íslenska rannsóknin er einstök í alþjóðlegu tilliti hvað varðar umfang skoðunar á áhrifum gengisbreytinga á verðmyndun fyrirtækja. Niðurstöðurnar bregða m.a. upp mynd af því hve áhrif gengisbreytinga á verðlag eru ósamhverf.