Fundargerð peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands vegna ákvörðunar um stýrivexti hinn 7. maí síðastliðinn er nú aðgengileg hér á vef bankans.
Peningastefnunefnd birtir fundargerðir af fundum sínum um stýrivexti tveimur vikum eftir hverja ákvörðun. Hér birtist fundargerð funda peningastefnunefndarinnar 5. og 6. maí 2009, en á þeim ræddi nefndin efnahagsþróunina, þróun á fjármálamörkuðum, stýrivaxtaákvörðunina 7. maí og kynningu þeirrar ákvörðunar.