Skýringar á hlut banka í erlendri stöðu þjóðarbúsins 5. júní 2009
ATH: Þessi grein er frá 5. júní 2009 og er því orðin meira en 5 ára gömul.
Vegna fjölda fyrirspurna um hlut gömlu bankanna í erlendri stöðu þjóðarbúsins hefur skýringarlið verið bætt við töflu og tímaröð á Hagtöluvef bankans.
Um er að ræða áætlaðar eignir eða skuldir gömlu viðskiptabankanna þriggja sem nú eru í greiðslustöðvun. Þar sem ekki hefur verið lokið við að skilja á milli nýju og gömlu bankanna og ekki liggur fyrir niðurstaða um ábyrgð á innstæðum erlendra aðila ber að taka þessum tölum með fyrirvara um breytingar.