Meginmál

Nýtt bankaráð Seðlabanka Íslands

ATH: Þessi grein er frá 11. ágúst 2009 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Nýtt bankaráð Seðlabanka Íslands var kjörið á Alþingi í dag. Aðalmenn í ráðinu eru Lára V. Júlíusdóttir, Ragnar Arnalds, Ágúst Einarsson, Hildur Traustadóttir, Ragnar Árnason, Magnús Árni Skúlason og Katrín Olga Jóhannesdóttir.

Varamenn í ráðinu eru Margrét Kristmannsdóttir, Anna Ólafsdóttir Björnsson, Björn Herbert Guðbjörnsson, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, Birgir Þór Runólfsson, Ingibjörg Ingadóttir og Friðrik Már Baldursson.

Ráðið var kosið til fyrsta þings eftir næstu alþingiskosningar í samræmi við ákvæði 26. gr. laga nr. 36/2001.