Meginmál

Erindi um viðkvæman efnahag íslenskra heimila og endurskipulagningu skulda í kjölfar bankahruns

ATH: Þessi grein er frá 8. október 2009 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Á árlegum fundi hagfræðinga norrænu seðlabankanna sem fór fram í Reykjavík dagana 28. og 29. september sl. hélt Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræðingur í Seðlabanka Íslands, erindi um viðkvæman efnahag íslenskra heimila og endurskipulagningu skulda í kjölfar bankahrunsins.

Í erindinu fjallar Þorvarður Tjörvi um sérkenni fjármálakreppunnar á Íslandi og ber saman skuldsetningu og samsetningu skulda íslenskra heimila við önnur lönd. Einnig er gerð grein fyrir vinnu á vegum Seðlabanka Íslands við að meta stöðu heimila og fyrir helstu niðurstöðum þeirrar vinnu. Loks er fjallað um mikilvægi endurskipulagningar skulda.

Glærurnar sem Þorvarður Tjörvi talaði út frá eru í meðfylgjandi skjali. Þær eru á ensku.