Meginmál

Fyrstu endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og AGS lokið

ATH: Þessi grein er frá 28. október 2009 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins samþykkti í dag fyrstu endurskoðun efnahagsáætlunar íslenskra stjórnvalda. Að ósk íslenskra stjórnvalda var einnig samþykkt að framlengja lánafyrirgreiðslu sjóðsins um sex mánuði, eða til 31. maí 2011, og verða útgreiðslur lánsins aðlagaðar að þeirri breytingu. Það verður gert vegna þeirra tafa sem hafa orðið á framkvæmd og endurskoðun áætlunarinnar.

Þessi afgreiðsla framkvæmdastjórnar sjóðsins felur í sér að annar áfangi lánafyrirgreiðslunnar verður til reiðu. Fjárhæðin nemur 105 milljónum SDR, jafnvirði 167,5 milljóna Bandaríkjadala. Heildarfjárhæð lánveitinga Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í tengslum við áætlunina er 665 milljónir SDR eða 1.061,1 milljón Bandaríkjadala.

Sjá nánar tilkynningu á heimasíðu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins: 

Fréttin sem pdf-skjal (frétt 09/375)