Meginmál

Rannsóknarritgerð um langtímaeinkenni ársfjórðungslegs þjóðhagslíkans

ATH: Þessi grein er frá 19. nóvember 2009 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Ritgerðin QMM: A steady state version er nýbirt ritgerð eftir Ásgeir Daníelsson, forstöðumann rannsóknar- og spádeildar á hagfræðisviði Seðlabanka Íslands. Ritgerðin fjallar um jafnvægisstöðu fyrir íslenska hagkerfið með hliðsjón af þjóðhagslíkani bankans, QMM. Í ritgerðinni er sýnt fram á að hermanir með þjóðhagslíkaninu leiða yfirleitt ekki til sjálfbærrar niðurstöðu, sem endurspeglar að íslenska hagkerfið var á ósjálfbærri braut þar sem einkaneysla og samneysla var of mikil miðað við þjóðartekjur og þjóðarbúið safnaði skuldum. Í ritgerðinni eru metin jafnvægisgildi fyrir nokkrar lykilstærðir í hagkerfinu, t.d. raungengi, raunlaun og áhættulausa raunvexti. Sýnt er fram á að jafnvægisraungengi sé mun lægra en sögulegt meðaltal undanfarinna ára.

Sjá: