Meginmál

Rannsóknarritgerð um áhrif stýrivaxta á gengi þegar fjármagnshreyfingar eru heftar

ATH: Þessi grein er frá 27. nóvember 2009 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Ritgerðin „A double-edged sword: High interest rates in capital-control regimes“ eftir Gylfa Zoega hefur verið birt í rannsóknarritgerðaröð bankans. Ritgerðin fjallar um áhrif stýrivaxta á gengi krónunnar þegar fjármagnshreyfingar til og frá landinu eru heftar.

Í ritgerðinni er útskýrt að vaxtalækkun geti styrkt gengi krónunnar við tiltekin skilyrði. Höfundur leggur jafnframt áherslu á mikilvægi þess að gildandi höftum á fjármagnshreyfingar sé framfylgt.

Sjá nánar:

Sjá síðu fyrir rannsóknarritgerðir: Central Bank of Iceland Working Papers