Meginmál

Seðlabanki Íslands semur um kaup á evruskuldabréfum Avens

ATH: Þessi grein er frá 28. maí 2010 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Seðlabanki Íslands hefur fyrir hönd Ríkissjóðs Íslands samið um kaup á rösklega 2% hluta af útgefnum evruskuldabréfum Avens B.V. Ríkissjóður verður að loknum þessum viðskiptum eigandi að öllum útgefnum skuldabréfum félagsins í evrum og hefur með því tryggt sér full yfirráð yfir eignum félagsins.

Nánari upplýsingar gefur Már Guðmundsson seðlabankastjóri síma 569 9600.

Nr. 12/2010

28. maí 2010