Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands er málshefjandi á málstofu í Seðlabankanum kl. 15:00 í dag, en erindi hans ber heitið: „Hið fjármálalega gjörningaveður 2007-8: Af hverju fauk Ísland um koll en önnur lönd sluppu betur?"
Málstofan er haldin í fundarsalnum Sölvhóli. Gengið er inn frá Arnarhóli.
Sjá upplýsingar um málstofur Seðlabankans hér.