Meginmál

Málstofa um peningastefnuna í aðdraganda hrunsins og skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis

ATH: Þessi grein er frá 5. október 2010 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Málstofa verður haldin þriðjudaginn 5. október kl. 15:00 í fundarsal Seðlabankans, Sölvhóli.

Frummælandi verður Lúðvík Elíasson, aðalhagfræðingur MP banka og ber erindi hans heitið „Peningastefnan í aðdraganda hrunsins og skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis.“

Ágrip: Aðgerðir Seðlabankans árin fyrir hrun eru skoðaðar í ljósi þess mikla efnahagslega ójafnvægis sem skapaðist í íslenskum þjóðarbúskap í aðdraganda hrunsins. Fjallað er um áhrifamátt peningastefnunnar, miðlunarferlið og trúverðugleika. Farið er yfir umfjöllun skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um vaxtaákvarðanir, lausafjárfyrirgreiðslu og uppbyggingu gjaldeyrisforða.