Meginmál

Samruni Auðar Capital hf. og Virðingar hf.

ATH: Þessi grein er frá 22. janúar 2014 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Fjármálaeftirlitið samþykkti þann 17. janúar 2014 samruna Auðar Capital hf. og Virðingar hf. á grundvelli 1. mgr 106. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Virðing hf. tekur við öllum réttindum og skyldum Auðar Capital hf. og verða félögin sameinuð undir nafni Virðingar hf.

Samhliða framangreindu, samþykkti Fjármálaeftirlitið þann sama dag skiptingu Auðar Capital í AC Eignarhald hf. annars vegar og Auði Capital hf. hins vegar. Að auki samþykkti Fjármálaeftirlitið skiptingu Virðingar hf. í VI hf. annars vegar og Virðingu hf. hins vegar. Með umræddum skiptingum fluttust tilteknar eignir ótengdar rekstri fjármálafyrirtækja frá verðbréfafyrirtækjunum til AC Eignarhalds hf. og VI hf.

Auglýsing varðandi samrunann verður birt í Lögbirtingablaði, sbr. 6. mgr. 106. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.

Fjármálaeftirlitið veitir frekari upplýsingar sé þess óskað.