Meginmál

Vefútsending frá ársfundi Seðlabanka Íslands

ATH: Þessi grein er frá 5. apríl 2011 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Næstkomandi fimmtudag verður ársfundur Seðlabanka Íslands haldinn, en þá verða 50 ár liðin frá því bankinn hóf starfsemi. Af þessu tilefni verður vefútsending með sérstakri hátíðardagskrá. Í upphafi fundar flytja formaður bankaráðs, seðlabankastjóri og efnahags- og viðskiptaráðherra stuttar ræður.

Nánari upplýsingar um vefútsendinguna verður að finna hér þegar nær dregur.

Þess má geta að seðlabankastarfsemi á sér lengri sögu hér á landi en aldur Seðlabankans segir til um, því Landsbanki Íslands og Íslandsbanki hinn fyrri gegndu vissum hlutverkum seðlabanka. Þá má nefna að fyrstu eiginlegu peningaseðlarnir voru settir í umferð hér á landi árið 1778, en það voru seðlar danska bankans Kurantbanken og voru þeir hér á landi gefnir út með íslenskri og danskri áletrun. Hægt er að skoða seðla þessa í sýningarsal Seðlabankans við Kalkofnsveg.

Á afmælisársfundi Seðlabanka Íslands næstkomandi fimmtudag verður farið nánar yfir sögu bankans og efnahagsþróun, og staldrað við stöðu mála og horfur.