Meginmál

Standard & Poor's hefur sett lánshæfiseinkunnir Ríkissjóðs Íslands á athugunarlista

ATH: Þessi grein er frá 13. apríl 2011 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Matsfyrirtækið Standard & Poor‘s setti í dag lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs á athugunarlista með neikvæðum horfum. Samkvæmt matsfyrirtækinu er búist við að lánshæfiseinkunnin verði á athugunarlista næstu vikur og að tekin verði afstaða innan þess tíma. Núverandi lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs hjá S&P eru BBB- fyrir langtímaskuldbindingar í erlendri mynt og BBB fyrir langtímaskuldbindingar í innlendri mynt. Skammtímaeinkunnir ríkissjóðs eru A-3 í hvort tveggja erlendri og innlendri mynt. Allar lánshæfiseinkunnir eru með neikvæðum horfum.

Fréttatilkynningu S&P má sjá hér