Meginmál

Þjóðhagsvarúð, er það lausnarorðið?

ATH: Þessi grein er frá 15. apríl 2011 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur og fyrrum yfirmaður í Seðlabanka Íslands og Landsbanka Íslands flutti erindi á ráðstefnu Seðlabankans, efnahags- og viðskiptaráðuneytisins og Háskóla Íslands um mótun peningastefnu, en málstofan var haldin í Háskóla Íslands 12. apríl 2011. Erindi sitt kallaði Yngvi: Þjóðhagsvarúð, er það lausnarorðið.

Aðrir málshefjendur voru Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands og Friðrik Már Baldursson prófessor. Yngvi hefur heimilað Seðlabankanum að birta meðfylgjandi glærur sem hann notaði við flutning erindisins.