Meginmál

Verðbréfaviðskipti í mars 2011

ATH: Þessi grein er frá 28. apríl 2011 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Nettóeign innlendra aðila í erlendum verðbréfum jókst um 34,7 ma.kr. í mars 2011. Aukningin var mest í erlendum ríkisskuldabréfum eða um 40 ma.kr. Nettóeign erlendra aðila í innlendum verðbréfum jókst um 23,7 ma.kr. í mars 2011 og skýrist það helst af aukningu eigna í innlendum ríkisskuldabréfum og ríkisvíxlum. Þar af leiðandi voru verðbréfaviðskipti, nettó, milli innlendra og erlendra aðila neikvæð um 11 ma.kr. í mars 2011.

Nánari upplýsingar er að finna hér:

Verðbréfaviðskipti