Meginmál

Seðlabankastjóri með innlegg í pallborðsumræður á alþjóðlegri ráðstefnu í Aix-en-Provence í Frakklandi

ATH: Þessi grein er frá 12. júlí 2011 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Már Guðmundsson seðlabankastjóri var nú um helgina með innlegg í pallborðsumræður á alþjóðlegri ráðstefnu sem haldin var í Aix-en-Provence í Frakklandi. Pallborðsumræðurnar sem seðlabankastjóri tók þátt í báru heitið: “World Finance: States must innovate” og snerust um umbætur á regluverki á fjármálamarkaði.

Innlegg hans fjallaði um misfellur og áhættu í bankastarfsemi yfir landamærin.

Hér má sjá innlegg seðlabankastjóra: Innlegg seðlabankastjóra í pallborðsumræður í Aix 9. júlí (pdf)