Meginmál

Niðurstaða gjaldeyrisútboðs

ATH: Þessi grein er frá 16. ágúst 2011 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Hinn 2. ágúst 2011 bauðst Seðlabanki Íslands til að kaupa 72 milljónir evra gegn greiðslu í ríkisverðbréfum. Útboðið, sem fór fram á milli kl. 10:00 - 11:00 í dag, er liður í losun hafta á fjármagnsviðskiptum, samanber áætlun Seðlabankans um losun gjaldeyrishafta frá 25. mars 2011.

Alls bárust tilboð að fjárhæð 3.400.000 evrur. Öllum tilboðum var tekið að fullu. Útboðsverðið var ákveðið með þeim hætti að öll samþykkt tilboð voru boðin aðalmiðlurum á sama verði (e. single price), sem var ákvarðað 210,00 kr. fyrir hverja evru. Sem greiðslu fyrir gjaldeyrinn fá kaupendur afhent verðtryggð ríkisverðbréf. Að nafnverði seldust því 711.874.251 kr. í verðtryggða ríkisverðbréfaflokknum RIKS 30 0701.

Nánari upplýsingar veitir Már Guðmundsson seðlabankastjóri í síma 569-9600.

Nr. 23/2011

16. ágúst 2011