Meginmál

Unnið að endurskoðun reglna um viðskipti fjármálafyrirtækja við Seðlabanka Íslands

ATH: Þessi grein er frá 2. desember 2011 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Hinn 1. júlí 2009 tóku gildi núgildandi reglur um viðskiptifjármálafyrirtækja við Seðlabanka Íslands, nr. 553/2009, en með setningu þeirravoru gerðar tvær mikilvægar breytingar. Lutu þær annars vegar að því aðstrangari reglur voru settar um þær tryggingar sem eru hæfar í viðskiptum viðSeðlabankann og hins vegar voru settar fram víðtækari og skýrari heimildir tilstýra lausu fé á markaði.

Seðlabankinn hefur það til skoðunar á hverjum tímahvaða reglur skuli gilda um viðskipti við bankann og þar á meðal hvaðatryggingar skuli teljast hæfar í viðskiptum. Seðlabankinn hefur haftframtíðarskipulag veðstýringar til athugunar. Þessari endurskoðunarvinnu verðurfram haldið. Helst er þar til skoðunar hvort takmarka eigi enn frekar tegundirþeirra trygginga sem taldar eru hæfar í viðskiptum við Seðlabankann, og miða þávið að einungis verði samþykktar tryggingar sem njóta ríkisábyrgðar oghugsanlega einnig eignir sem njóta tryggingarréttar í eignum útgefanda. Þettamyndi fela í sér að skuldabréf útgefin af sveitarfélögum, eða með sameiginlegriábyrgð sveitarfélaga, myndu ekki teljast hæf til tryggingar viðskiptum hjáSeðlabankanum.

Við endurskoðunina eru reglur annarra seðlabanka hafðar tilhliðsjónar. Er þess vænst að endurskoðuninni ljúki á næsta ári.