Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, sótti vorfund Alþjóðagjaldeyrissjóðsinssem haldinn var í Washington í Bandaríkjunum, en hann er fulltrúi Íslands ísjóðráði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Seðlabankastjóri átti fjölmarga fundi ummálefni Íslands með yfirstjórnendum og starfsfólki Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, sótti einnig fundina.Fulltrúi kjördæmisins í fjárhagsnefnd AGS var að þessu sinni efnahags- oginnanríkisráðherra Danmerkur, Margrethe Vestager og má nálgast yfirlýsingukjördæmisins hér að neðan.
Í ályktun fjárhagsnefndar AGS kemur m.a. framað alþjóðahagkerfið sé hægt og bítandi að taka við sér og að hagvaxtarhorfur íalþjóðahagkerfinu séu nokkuð góðar þó að blikur séu nokkrar. Nefndarmenn vorusammála um að vinna áfram að því í sameiningu að endurreisa traust, endurvekjahagvöxt og skapa störf.
Á föstudeginum 20. apríl flutti seðlabankastjórierindi á fjárfestamálþingi bankans JP Morgan sem bar titilinn: „RebalancingGrowth and Lifting Capital Controls in Iceland“. Á sunnudeginum 22. apríl tókseðlabankastjóri þátt í hringborðsumræðum um fjármagnshreyfingar og skipulagtskuldauppgjör á vegum Alþjóðasamtaka fjármálafyrirtækja (Institute ofInternational Finance, skammstafað IIF). Þessi samtök hafa í samvinnu viðalþjóðlegar opinberar stofnanir þróað viðmiðunarreglur um fjármagnshreyfingar ogskipulagt skuldauppgjör. Seðlabankastjóri situr í ráði sem hefur það hlutverk aðþróa og standa vörð um reglurnar.
Sjá nánar:
Ályktun fjárhagsnefndar AGS 2012(Communiqué of the Twenty-Fifth Meeting of the IMFC April 21, 2012).
Yfirlýsing kjördæmis Norðurlanda ogEystrasaltsríkja. Vorfundur 2012 (Margrethe Vestager, efnahags- oginnanríkisráðherra Danmerkur).