Meginmál

Fjármálatíðindi og ársskýrslur Seðlabankans á tölvutæku formi

ATH: Þessi grein er frá 27. júlí 2012 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Nýverið lauk vinnu við að færa texta Fjármálatíðinda á tölvutækt form. Fjármálatíðindi voru vettvangur fyrir vandaðar fræðilegar greinar um hagfræðitengd málefni og rannsóknir á íslenskum efnahagsmálum. Seðlabankinn hefur nú fært öll hefti Fjármálatíðinda frá því að þau voru fyrst gefin út árið 1954 yfir á stafrænt form.

Samtímis voru ársskýrslur Seðlabanka Íslands og fyrirrennara hans Landsbanka Íslands, Seðlabanka færðar á stafrænt form frá árinu 1957. Í ársskýrslunum er að finna samantektir um efnahagsmál liðinna ára og upplýsingar um rekstur og efnahag Seðlabankans ásamt gögnum um bankakerfið.

Hægt er að leita í texta allra ritanna og hlaða niður PDF skjölum. Fjármálatíðindi má finna hér

Ársskýrslur Seðlabankans er að finna hér.

Myndin sýnir brot úr grein sem birtist í Fjármálatíðindum á árinu 1968.