Fara beint í Meginmál

Heimsókn AGS28. september 2012

Sendinefnd frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum undir forystu Dariu Zhakarovu lauk í dag tveggja vikna heimsókn sinni til Íslands. Tilgangur heimsóknarinnar var að fjalla um íslensk efnahagsmál á fundum með fulltrúum stjórnvalda.

Heimsókn sendinefndarinnar að þessu sinni tengist eftirfylgni við efnahagsáætlun íslenskra stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (e. Post-Program Monitoring) sem lauk í ágúst 2011.

Sendinefndin átti fundi með stjórnvöldum, þingmönnum, háskólasamfélaginu, fulltrúum einkageirans og aðilum vinnumarkaðarins.

Álit sendinefndarinnar, þar sem greint er frá helstu niðurstöðum af viðræðum síðustu vikna, er meðfylgjandi.