Meginmál

Málstofa í dag kl. 15:15 um gerð íslensks þjóðarbúskapar

ATH: Þessi grein er frá 19. febrúar 2013 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Í dag, þriðjudaginn 19. febrúar kl. 15:15 verður haldin málstofa í fundarsal Seðlabanka Íslands, Sölvhóli, um gerð íslensks þjóðarbúskapar og hún borin saman við önnur þróuð hagkerfi. Frummælendur eru Guðjón Emilsson, Ólafur Örn Klemensson og Rósa Björk Sveinsdóttir, hagfræðingar í Seðlabanka Íslands.

Kynnt verður efni rannsóknarritgerðarinnar The production and export structure of the Icelandic economy: An international comparison (Gerð og alþjóðleg samþætting íslensks þjóðarbúskapar), sem er aðgengileg á heimasíðu bankans (sjá hér).

Rannsóknin var unnin sem hluti af skýrslu Seðlabankans um Valkosti Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum. Fjallað verður um það sem er sameiginlegt og það sem er ólíkt í þjóðarbúskap Íslands og annarra þróaðra ríkja. Rætt verður sérstaklega um framleiðsluuppbyggingu Íslands, samsetningu fjármunamyndunar og utanríkisviðskipta, helstu viðskiptalönd Íslands og umfang alþjóðlegrar fjármálastarfsemi. Einnig er fjallað um helstu einkenni íslensks útflutnings og sveiflur í honum og viðskiptakjörum borin saman við önnur þróuð ríki.

ATHUGIÐ: Málstofan hefst kl. 15.15