Meginmál

Inngangsorð seðlabankastjóra á fundi efnahags- og viðskiptanefndar

ATH: Þessi grein er frá 25. febrúar 2013 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Lög um Seðlabanka Íslands leggja bankanum á herðar þá skyldu að gera opinberlega grein fyrir stefnu sinni í peningamálum og fyrir þróun peningamála, gengis- og gjaldeyrismála og aðgerðum sínum á þeim sviðum. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands skal tvisvar á ári gefa Alþingi skýrslu um störf sín og ræða skal efni skýrslunnar í þeirri þingnefnd sem þingforseti ákveður.

Í þessum tilgangi var haldinn opinn fundur í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis í morgun. Efni fundarins varðaði störf peningastefnunefndar, sbr. 3. mgr. 24. gr. laga um Seðlabanka Íslands.

Í upphafi fundarins flutti Már Guðmundsson seðlabankastjóri inngangsorð sem eru aðgengileg hér:

Fundurinn var í beinni útsendingu, m.a. á vef Alþingis.

Nálgast má upptöku af útsendingunni hér