Opinn fundur er nú haldinn í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, en hann stendur yfir frá klukkan 10 til klukkan 12. Efni fundarins varðar störf peningastefnunefndar, sbr. 3. mgr. 24. gr. laga um Seðlabanka Íslands. Gestir fundarins eru Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands. Már er formaður peningastefnunefndar og Þórarinn er einnig í nefndinni.
Bein útsending á að vera frá fundinum í ríkissjónvarpinu, á vef Alþingis og á sjónvarpsrás Alþingis á dreifikerfum Símans og Vodafone.
Hægt er að fylgjast með útsendingunni hér: