Meginmál

Greiðslujöfnuður við útlönd og erlend staða þjóðarbúsins á fyrsta ársfjórðungi 2013

ATH: Þessi grein er frá 3. júní 2013 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Á vef Seðlabanka Íslands hafa nú verið birt bráðabirgðayfirlit um greiðslujöfnuð við útlönd fyrir fyrsta ársfjórðung 2013 og um stöðu þjóðarbúsins í lok ársfjórðungsins.

Viðskiptajöfnuður mældist hagstæður um 5,6 ma.kr. í ársfjórðungnum samanborið við 15,1 ma.kr. óhagstæðan jöfnuð fjórðunginn á undan. Afgangur af vöruskiptum við útlönd var 25,6 ma.kr. og 0,6 ma.kr. af þjónustuviðskiptum. Jöfnuður þáttatekna var hinsvegar neikvæður um 20,7 ma.kr. Viðskiptajöfnuður án áhrifa innlánsstofnana í slitameðferð var hagstæður um 14,4 ma.kr. samanborið við óhagstæðan um 4,0 ma.kr. fjórðunginn á undan.

Sjá hér fréttina í heild ásamt töflum um greiðslujöfnuð og erlenda stöðu.

Nr. 17/2013

3. júní 2013 

Undirliggjandi erlend staða

Athygli er vakin á því að í dag verður einnig birt á vef Seðlabanka Íslands greining á undirliggjandi erlendri stöðu þjóðarbúsins. Sjá þá frétt hér: Undirliggjandi staða þjóðarbúsins.

Nánari upplýsingar veita Ríkarður Bergstað Ríkarðsson og Pétur Örn Sigurðsson á upplýsingasviði Seðlabanka Íslands í síma 569-9600.