Meginmál

Framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur lokið reglubundnum umræðum um íslensk efnahagsmál

ATH: Þessi grein er frá 7. ágúst 2013 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Hinn 1. ágúst fór fram reglubundin umræða um stöðu og horfur í íslensku efnahagslífi samkvæmt fjórðu grein stofnsáttmála AGS (e. 2013 Article IV discussion) í framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Jafnframt var rætt um mál sem varða eftirfylgni efnahagsáætlunar sjóðsins og íslenskra stjórnvalda en henni lauk í ágúst 2011 (e. Post-Program Monitoring Discussion). Sjóðurinn birti í dag fréttatilkynningu á heimasíðu sinni þar sem greint er frá umræðunni. Sendinefnd AGS var hér á landi til viðræðna við stjórnvöld og aðra hagsmunaaðila í júní.

Sjá hér að neðan gögn sem tengjast þessari umræðu AGS um Ísland.

Sjá einnig fréttatilkynningu á vef Alþjóðagjaldeyrissjóðsins: hér