Nýr 10.000 króna seðill 25. september 2013
ATH: Þessi grein er frá 25. september 2013 og er því orðin meira en 5 ára gömul.
Seðlabanki Íslands setur nýjan tíu þúsund króna seðil í umferð fimmtudaginn 24. október næstkomandi. Tilgangur með útgáfu seðilsins er að gera greiðslumiðlun á Íslandi liprari og hagkvæmari, meðal annars með því að fækka seðlum í umferð.
Seðillinn er tileinkaður Jónasi Hallgrímssyni, en í seðlinum má finna vísanir í störf Jónasar sem skálds, íslenskumanns, alþýðufræðara og náttúrufræðings. Á framhlið er mynd af Jónasi Hallgrímssyni, Háafjalli og Hraundranga. Þar eru einnig ljóðlínur úr kvæðinu Ferðalok með rithönd Jónasar. Hæðarlínur fjallsins Skjaldbreiðs mynda grunnmynstur bak- og framhliðar. Á bakhlið er blýantsteikning Jónasar af fjallinu Skjaldbreið ásamt vetrarljósmynd af fönnum fjallsins. Hæðarlínum Skjaldbreiðs er varpað inn á myndina. Einnig eru þar myndir af lóum og hörpuskel og ljóðlínur með rithönd Jónasar úr fyrsta erindi kvæðisins Fjallið Skjaldbreiður. Gerð seðilsins er svipuð og þeirra seðla sem nú eru í umferð, auk nýrra og fullkomnari öryggisþátta. Stærð hans er 70 x 162 millimetrar og aðallitur er blár.
Kristín Þorkelsdóttir hannaði seðilinn, en hún hefur stýrt hönnun íslenskra seðla frá árinu 1981. Samstarfsmaður og meðhönnuður hennar er Stephen Fairbairn.
Nánari upplýsingar veitir Már Guðmundsson seðlabankastjóri í síma 569 9600.
Seðillinn er tileinkaður Jónasi Hallgrímssyni, en í seðlinum má finna vísanir í störf Jónasar sem skálds, íslenskumanns, alþýðufræðara og náttúrufræðings. Á framhlið er mynd af Jónasi Hallgrímssyni, Háafjalli og Hraundranga. Þar eru einnig ljóðlínur úr kvæðinu Ferðalok með rithönd Jónasar. Hæðarlínur fjallsins Skjaldbreiðs mynda grunnmynstur bak- og framhliðar. Á bakhlið er blýantsteikning Jónasar af fjallinu Skjaldbreið ásamt vetrarljósmynd af fönnum fjallsins. Hæðarlínum Skjaldbreiðs er varpað inn á myndina. Einnig eru þar myndir af lóum og hörpuskel og ljóðlínur með rithönd Jónasar úr fyrsta erindi kvæðisins Fjallið Skjaldbreiður. Gerð seðilsins er svipuð og þeirra seðla sem nú eru í umferð, auk nýrra og fullkomnari öryggisþátta. Stærð hans er 70 x 162 millimetrar og aðallitur er blár.
Kristín Þorkelsdóttir hannaði seðilinn, en hún hefur stýrt hönnun íslenskra seðla frá árinu 1981. Samstarfsmaður og meðhönnuður hennar er Stephen Fairbairn.
Á heimasíðu Seðlabanka Íslands, https://www.sedlabanki.is/ , er kynningarefni um þennan nýja seðil. Enn fremur var í dag opnuð sýning um 10.000 kr. seðilinn í Myntsafni Seðlabanka og Þjóðminjasafns í sýningaraðstöðu í húsnæði Seðlabankans við Kalkofnsveg 1. Sýningin er að jafnaði opin frá kl. 13:30 til kl. 15:30 á virkum dögum.
Nánari upplýsingar veitir Már Guðmundsson seðlabankastjóri í síma 569 9600.
Nr. 31/2013 25. september 2013