Fara beint í Meginmál

Eru nýyrði Jónasar á tíu þúsund króna seðlinum meðal fegurstu orða?27. september 2013

Á hinum nýja tíu þúsund króna seðli sem kynntur hefur verið og fer í umferð 24. október næstkomandi eru ýmis nýyrði sem Jónas Hallgrímsson skáld, íslenskumaður, alþýðufræðari og náttúrufræðingur bjó til, en seðillinn er tileinkaður honum. Nýyrðin mynda Háafjall og Hraundranga sem böðuð eru tunglsljósi.

Meðal nýyrðanna eru þessi:

Silfurlitaður, klakabundinn, miðflóttaafl, fjaðurmagnaður, láréttur, hrímhvítur, sálarylur, líkindareikningur, munaðarkliður, sjónauki, sumarvegur, sporbaugur, spegilskyggndur, ljóshraði, tunglmyrkvi, hryggdýr, lindýr, liðdýr, skjaldbaka, skötuselur, haförn, páfagaukur, mörgæs, lífsnautn, lambasteik, baksund, fífilbrekka, bringusund, máttarbaðmur, fjaðurmagnaður, rafurmagn.

Kannski leynist meðal nýyrða Jónasar það orð sem verður valið fegursta orð íslenskrar tungu.