Meginmál

Ræða seðlabankastjóra í tilefni af útgáfu nýs tíu þúsund króna seðils

ATH: Þessi grein er frá 24. október 2013 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Már Guðmundsson seðlabankastjóri flutti í dag ræðu við athöfn í tilefni af því að Seðlabanki Íslands setti í umferð nýjan tíu þúsund króna seðil. Í ræðunni fjallaði seðlabankastjóri m.a. um ástæður þess að seðillinn var settur í umferð og rakti auk þess ýmis atriði í sögu peningaútgáfu, einkum hér á landi.

Meðfylgjandi mynd sýnir Má Guðmundsson seðlabankastjóra afhenda Bjarna Benediktssyni fjármála- og efnahagsráðherra tíu þúsund króna seðil númer eitt til varðveislu í safnakosti landsmanna.