Vefmiðlar í Bretlandi hafa í morgun fjallað um stöðu European Risk Insurance Company (ERIC), en það er íslenskt vátryggingafélag sem stundar starfsemi erlendis, og sagt að félagið hafi hætt sölu nýtrygginga.
Fjármálaeftirlitið telur rétt að fram komi að ákvörðun um stöðvun á sölu nýtrygginga ERIC var tekin á stjórnarfundi félagsins þann 4. febrúar síðastliðinn og tilkynnt samstarfsaðilum í gær.
Fjármálaeftirlitið fylgist með starfsemi og stöðu ERIC og á í samskiptum við félagið í samræmi við lög.