Meginmál

Útgáfudagar fyrir lánshæfismat ríkissjóðs

ATH: Þessi grein er frá 10. janúar 2014 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Matsfyrirtækjunum  Standard & Poors, Moody´s og Fitch er gert að birta dagsetningar fyrir útgáfu á lánshæfismati aðildarríkja Evrópusambandsins, samanber reglugerð númer 462/2013. Þessi reglugerð miðar að því meðal annars að auka gagnsæi í starfsemi matsfyrirtækja, bæta matsferlið og auka ábyrgð fyrirtækjanna á lánshæfismati sem hefur sýnt sig að hafa mikil áhrif á lánskjör sem ríkissjóðir aðildarríkja Evrópusambandsins njóta.

Reglugerðin gildir  fyrir ríki á Evrópska efnahagssvæðinu (EES), en þessi reglugerð ásamt nokkrum nýjum reglum um fjármálaeftirlit og fleira (sbr. t.d. reglugerð númer 1095/2010) hefur að vísu ekki verið formlega innleidd í EES-ríkjunum. 

Birtingaráætlunin er alfarið á ábyrgð matsfyrirtækjanna sjálfra. Matsfyrirtækin hafa birt dagsetningar 2014 fyrir Ísland sem hér segir:

 

Matsfyrirtæki

    Dagsetning

    S&P

    24. janúar

    Fitch

    7. febrúar

    Moody´s

    14. mars

    Moody's

    11. júlí

    S&P

    18. júlí

    Fitch

    1. ágúst

    Moody's

    7. nóvember