Meginmál

Fundur peningastefnunefndar með efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis

ATH: Þessi grein er frá 6. mars 2014 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Miðvikudaginn 5. mars 2014 var haldinn opinn fundur efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis um skýrslu peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands fyrir síðari hluta ársins 2013. Á fundinn mættu fyrir hönd peningastefnunefndar Seðlabankans þau Már Guðmundsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, og Katrín Ólafsdóttir meðlimur í peningastefnunefnd.