Meginmál

Fréttatilkynning bankaráðs Seðlabanka Íslands

ATH: Þessi grein er frá 13. mars 2014 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

13. mars 2014

Fréttatilkynning bankaráðs Seðlabanka Íslands

Á fundi bankaráðs Seðlabanka Íslands í dag, 13. mars 2014, var ákveðið að fela Ríkisendurskoðun að gera úttekt á greiðslum lögmannsreikninga bankastjóra Seðlabanka Íslands vegna málaferla hans við bankann. Reikningar þessir voru greiddir af Seðlabankanum frá lokum árs 2011 til miðs árs 2013. Er Ríkisendurskoðun jafnframt falið að kanna hvort farið hafi verið að lögum og reglum við meðferð málsins.

Bankaráð Seðlabanka Íslands leggur áherslu á að skoðun þessa máls verði vönduð og að málið verði upplýst, enda verkefni bankaráðs að gæta þess að farið sé að lögum og reglum um bankann og standa vörð um hagsmuni Seðlabanka Íslands.

Fyrir hönd bankaráðs Seðlabanka Íslands,

Ólöf Nordal

formaður