Meginmál

Málstofa um lífeyrissjóði og verðtryggða vaxtarófið

ATH: Þessi grein er frá 29. apríl 2014 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Hersir Sigurgeirsson, dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, verður málshefjandi á málstofu um uppgjörsaðferðir lífeyrissjóða og verðtryggða vaxtarófið. Málstofan verður haldin í fundarsalnum Sölvhóli í húsnæði Seðlabankans við Kalkofnsveg 1 í Reykjavík og hefst klukkan 15:00.

Í örstuttu ágripi af erindi Hersis segir: 

    Lífeyrissjóðir eru stærstu eigendur íslenskra verðtryggðra skuldabréfa. Í erindinu verður farið yfir uppgjörsaðferðir lífeyrissjóða og hvort þær geti haft áhrif á lögun og hreyfingar verðtryggða vaxtarófsins.

Hersir Sigurgeirsson lauk BS-prófi í stærðfræði frá Háskóla Íslands 1995, MS-prófi frá Stanford-háskóla árið 1999 og doktorsprófi frá sama skóla árið 2001. Hersir hóf störf sem lektor við viðskiptafræði- og hagfræðideild Háskóla Íslands árið 2005.