Meginmál

Heimsókn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá 13. til 23. maí 2014

ATH: Þessi grein er frá 23. maí 2014 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Sendinefnd frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum undir forystu Peters Dohlmans lauk í dag tveggja vikna heimsókn sinni til Íslands. Heimsókn sendinefndarinnar tengist eftirfylgni við efnahagsáætlun íslenskra stjórnvalda og sjóðsins (e. Post-Program Monitoring) sem lauk í ágúst 2011. Sendinefndin átti fundi með stjórnvöldum, þingmönnum, fulltrúum háskóla og einkageirans og aðilum vinnumarkaðarins. Skýrsla um úttektina verður gefin út í kjölfar umræðu í framkvæmdastjórn sjóðsins. 

Álit sendinefndarinnar, þar sem greint er frá helstu niðurstöðum úr viðræðum síðustu tveggja vikna, hefur verið birt á heimasíðu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og má finna hér.