Staða mála varðandi fyrirkomulag á skráningu og sölu á eignum Eignasafns Seðlabanka Íslands ehf. 20. júní 2014
ATH: Þessi grein er frá 20. júní 2014 og er því orðin meira en 5 ára gömul.
Samkvæmt fréttatilkynningu frá 16. desember sl., hugðist ESÍ hefja sölu á verðtryggðum skuldabréfum sem endurspegluðu eign ESÍ í samningsbundnum sértryggðum skuldabréfum, útgefnum af Arion banka hf., á fyrri hluta þessa árs.
Ákveðið hefur verið, að svo stöddu, að fresta sölunni tímabundið og verður endanlegt fyrirkomulag kynnt síðar. Þetta mun ekki hafa nein áhrif á þá fyrirætlan ESÍ að losa skuldabréfin á næstu 5 árum eins og tilkynnt var um í lok síðasta árs.
Ástæða frestunarinnar er að Arion banki, í samráði við FME, eru að kanna hvort mögulegt reynist að skrá umrædd skuldabréf beint, í samræmi við lög um sértryggð skuldabréf nr. 11/2008. Reynist það ófært munu bréfin verða seld skv. þeirri leið sem unnið hefur verið að í samstarfi við Summu Rekstrarfélag hf.
Efnahagsreikningur ESÍ um síðustu áramót var ríflega 295 ma. kr. Nú þegar á þessu ári, munu skuldarar greiða a.m.k. 20 ma. kr. inn á skuldir sínar, umfram áætlaðar innborganir.
Nánari upplýsingar veitir Haukur C. Benediktsson, framkvæmdastjóri ESÍ, í síma 568 7744. Nr. 21/2014
20. júní 2014
Ákveðið hefur verið, að svo stöddu, að fresta sölunni tímabundið og verður endanlegt fyrirkomulag kynnt síðar. Þetta mun ekki hafa nein áhrif á þá fyrirætlan ESÍ að losa skuldabréfin á næstu 5 árum eins og tilkynnt var um í lok síðasta árs.
Ástæða frestunarinnar er að Arion banki, í samráði við FME, eru að kanna hvort mögulegt reynist að skrá umrædd skuldabréf beint, í samræmi við lög um sértryggð skuldabréf nr. 11/2008. Reynist það ófært munu bréfin verða seld skv. þeirri leið sem unnið hefur verið að í samstarfi við Summu Rekstrarfélag hf.
Efnahagsreikningur ESÍ um síðustu áramót var ríflega 295 ma. kr. Nú þegar á þessu ári, munu skuldarar greiða a.m.k. 20 ma. kr. inn á skuldir sínar, umfram áætlaðar innborganir.
Nánari upplýsingar veitir Haukur C. Benediktsson, framkvæmdastjóri ESÍ, í síma 568 7744. Nr. 21/2014
20. júní 2014