Meginmál

Nýr samstarfssamningur Seðlabankans og Hagstofunnar á sviði rannsókna

ATH: Þessi grein er frá 7. júlí 2014 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Ólafur Hjálmarsson hagstofustjóri og Már Guðmundsson seðlabankastjóri hafa undirritað samstarfssamning milli stofnananna á sviði rannsókna. Markmið samningsins er að auka samstarf Hagstofu Íslands og Seðlabanka Íslands á sviði rannsókna með því að veita sérfræðingum Seðlabanka Íslands tækifæri til að sinna rannsóknarverkefnum í samstarfi við Hagstofu Íslands. Jafnframt gerir samstarfssamningurinn Hagstofunni kleift að auka gæði sinna gagna í samstarfi við fræðimenn Seðlabankans.