Meginmál

Sameiginleg ráðstefna SUERF og Seðlabanka Íslands

ATH: Þessi grein er frá 11. júlí 2014 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Miðvikudaginn 2. júlí var haldin ráðstefna á vegum SUERF (Evrópski umræðuvettvangurinn fyrir peninga- og fjármál) og Seðlabanka Íslands í Hörpu á Austurbakka.

Efni ráðstefnunnar var Endurbati eftir fjármálakreppuna og uppbygging fjármálageirans (Post-crisis recovery and the reconstruction of the financial sector).

Hér má nálgast efni um ráðstefnuna:

Upptaka af lokaumræðum ráðstefnunnar sem stýrt var af Gillian Tett, aðstoðarritstjóra Financial Times, en þátttakendur voru: Friðrik Már Baldursson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, David Llewellyn prófessor við Loughborough háskóla og Már Guðmundsson seðlabankastjóri.