Ný rannsóknarritgerð um hagkvæm kaup á gjaldmiðlavörnum 14. ágúst 2014
Sýnt er að hagkvæmni kaupa langtímafjárfesta á gjaldmiðlavörnum til skamms tíma ræðst af hegðun gengisins. Ef gengið fylgir ráfferli (e. random walk) geta hagkvæm kaup langtímafjárfestis á skammtíma gjaldmiðlavörnum verið svipuð og hagkvæm kaup skammtímafjárfestis, en ef gengið fylgir sístæðu ferli (e. stationary process) getur fjárfestir sjaldnast minnkað gengisóvissu til langs tíma með kaupum á skammtíma gjaldmiðlavörnum. Sýnt er að ef fjárfestir miðar við raunvirði eignasafns virka áhrif gengisbreytinga á verðbólgu sem vörn gegn gengisáhættu og minnkar þörf á kaupum á gjaldmiðlavörnum. Sýnt er að við tilteknar aðstæður geta gjaldmiðlavarnir verið freistandi fjárfestingarkostur. Þessar sömu aðstæður leiddu til vaxtamunarviðskiptanna á árunum 2005-2008.
Rannsóknarritgerðir Seðlabanka Íslands má nálgast hér: Rannsóknarritgerðir