Meginmál

Undirliggjandi erlend staða þjóðarbúsins í lok annars ársfjórðungs 2014

ATH: Þessi grein er frá 2. september 2014 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Á vef Seðlabanka Íslands hafa nú verið birt bráðabirgðayfirlit um greiðslujöfnuð við útlönd á öðrum ársfjórðungi 2014 og um stöðu þjóðarbúsins í lok ársfjórðungsins.

Til frekari upplýsinga birtir Seðlabankinn samhliða mat á undirliggjandi hreinni erlendri stöðu þjóðarbúsins. Er þá reynt að leggja mat á þá stöðu sem mun birtast þegar innlendar og erlendar eignir innlánsstofnana í slitameðferð hafa verið seldar og andvirði þeirra ráðstafað til kröfuhafa. Jafnframt er gert ráð fyrir slitum á nokkrum innlendum fyrirtækjum, öðrum en fjármálafyrirtækjum, sem unnið er að slitum á (sjá nánari útskýringar í Sérriti 9: Undirliggjandi erlend staða og greiðslujöfnuður, sem gefið var út 18. mars 2013).

Nr. 30/2014

2. september 2014