Meginmál

Samkomulag vegna innleiðingar reglugerða um evrópskar eftirlitsstofnanir á fjármálamarkaði

ATH: Þessi grein er frá 14. október 2014 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, sótti fund fjármálaráðherra aðildarríkja EFTA og ESB í Lúxemborg í dag. Á fundinum náðist samkomulag milli aðila um meginatriði við innleiðingu þriggja reglugerða um evrópskar eftirlitsstofnanir á fjármálamarkaði. Nánar er fjallað um málið í frétt á vef Fjármála- og efnahagsráðuneytisins.