Meginmál

Fjármálaeftirlitið hefur metið Ingimund hf. og Ármann Ármannsson hæfa til að fara með virkan eignarhlut í Straumi fjárfestingabanka hf.

ATH: Þessi grein er frá 15. október 2014 og er því orðin meira en 5 ára gömul.

Fjármálaeftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að Ingimundur hf. og Ármann Ármannsson séu hæfir til að fara með virkan eignarhlut í Straumi fjárfestingabanka hf. sem nemur 20,00%, sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Hið fyrstnefnda félag fer með eignarhlutinn með beinni hlutdeild en hinn síðarnefndi aðili með óbeinni hlutdeild. Samkvæmt tilkynningu frá Ingimundi hf., fer félagið nú með 16,175% eignarhlut í Straumi Fjárfestingabanka hf.